Allt of fá fyrirtæki hafa mótaða nýsköpunarstefnu ... samt er nýsköpun ein helsta forsenda vaxtar!
Í könnun meðal 100 leiðandi fyrirtækja á Norðurlöndunum kom í ljós að 60% þeirra hafa ekki mótaða stefnu á sviði nýsköpunar. Könnunnin var gerð hjá fyrirtækjum sem taka þátt í Norræna nýsköpunarverkefninu „Measured and managed innovation“.
Nýsköpun er forsenda vaxtar atvinnugreina og nauðsynleg til að viðhalda og auka samkeppnishæfni. Því er mikilvægt að fyrirtæki beini stöðugt sjónum sínum að nýsköpun hvort sem um er að ræða þróun vöru, þjónustu, ferla eða þróun viðskiptamódela sem skapa aukið virði.
Í byrjun mánaðarins var haldin ráðstefna í Helsingör á vegum norræna nýsköpunarverkefnisins „Measured and managed innovation“en Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðir verkefnið á Íslandi. Á ráðstefnunni voru kynntar fyrstu niðurstöður greiningar á nýsköpunarstarfsemi innan 100 leiðandi fyrirtækja á Norðurlöndunum en á meðal íslenskra fyrirtækja má nefna Össur, CCP, Bláa lónið, Valitor, Mannvit og Landsvirkjun.
Markmið verkefnisins er greina nýsköpunaráherslur fyrirtækja og hvetja þau til að nálgast nýsköpun út frá mismunandi sjónarhornum í rekstri. Algengt er að nýsköpunaráherslur fyrirtækja snúist fyrst og fremst um þróun nýrra vara og þjónustu en í MMI verkefninu er litið á nýsköpun út frá öllum mikilvægustu sjónarhornum í rekstri fyrirtækja út frá aðferðafræði (svokölluðum nýsköpunarradar) sem hönnuð er af Kellogg School of Management.
Á meðal þess sem skoðað er er upplifun viðskiptavina, markaðsmál, tengsl við birgja, stjórnun, ferlar auk fleirri þátta og því áhersla lögð á að nýsköpun nái til mun fleirri þátta í rekstri en vöruþróunar og snýst hún fyrst og fremst um að skapa virði, fyrir viðskiptavini sem og fyrirtækið sjálft.
Helstu niðurstöður ráðstefnunnar voru þær að um 60% fyrirtækjanna hafa ekki mótað sér stefnu á sviði nýsköpunar. Þessi niðurstaða er áhugaverð fyrir þær sakir að um framsækin norræn fyrirtæki er að ræða sem mörg hver byggja afkomu sína á stöðugri nýsköpun og þróun. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að mörg fyrirtækjanna gæti tekið upp markvissari vinnubrögð þegar kemur að nýsköpun. Önnur niðurstaða sem einnig er komin fram er að um 66% þátttökufyrirtækja hafa breytt um nýsköpuanráherslur í starfsemi sinni í kjölfar þátttöku í MMI verkefninu. Þessar niðurstöður benda til þess að töluvert svigrúm sé til endurbóta og þróunar nýsköpunaráherslna hjá norrænu þátttökufyrirtækjunum. Áhugavert verður að rýna í lokanðurstöður verkefnisins þegar því lýkur árið 2012.