Hoppa yfir valmynd
18. október 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna um endurheimt vistkerfa

Á ráðstefnunni er fjallað um vistheimt á norðurslóðum
Á ráðstefnunni er fjallað um vistheimt á norðurslóðum

Jarðvegseyðing, eyðing skóga, votlendis og annarra lykilvistkerfa eru meðal stærstu vandamála  heimsins.  Þetta hefur neikvæð áhrif á matvælaöryggi, vatnsbúskap, líffræðilegan fjölbreytileika og veldur aukningu á gróðurhúsalofttegundum í andrúmslofti. Brýnt er að snúa þessari þróun við með því að byggja upp að nýju vistkerfi sem hafa glatast. 

Dagana 20.-22. október verður alþjóðleg ráðstefna á Selfossi um vistheimt á norðurslóðum. Leiðandi vísindamenn munu þar flytja erindi um m.a. endurheimt dýrastofna, votlendis og skóglendis. 

Ráðstefnan er opin öllum.  Nánari upplýsingar og skráning er á www.reno.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta