Heimsins græna gull í Hörpu
Ástand skóga og horfur skóga heimsins verða viðfangsefni ráðstefnunnar Heimsins græna gull sem haldin verður í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, laugardaginn 22. október næstkomandi. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir á Alþjóðlegu ári skóga.
Á ráðstefnunni munu helstu talsmenn og sérfræðingar í málefnum skóga á heimsvísu fjalla um þátt skóga og þýðingu þeirra fyrir mannkynið. Ráðstefnan fer fram á ensku en boðið er upp á túlkaþjónustu fyrir þá sem þurfa.
Ráðstefnan er hápunktur þeirra fjölmörgu viðburða sem íslenskt skógræktarfólk hefur staðið fyrir í ár í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga og er skógræktarfólk hvatt til að fjölmenna á hana.
Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna eru á heimasíðu Skógræktar ríkisins, en skráningarfrestur er til 20. október.