Hoppa yfir valmynd
18. október 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra tekur við staðfestingarskjali um Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO

Surtsey, Ljósm.: Ragnar Th. Sigurðsson
Surtsey

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra, veitir í dag viðtöku skjali sem staðfestir Surtsey sem stað á heimsminjaskrá UNESCO. Fundað verður um framkvæmd heimsminjasamningsins í Reykjavík 19. – 21. október.

Í tilefni af fundi á vegum UNESCO, sem haldinn verður í Reykjavík 19. – 21. október, mun fulltrúi samtakanna afhenda Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra,  sérstakt skjal sem staðfestir Surtsey, sem stað á heimsminjaskrá UNESCO.

Athöfnin verður í Þjóðminjasafninu þriðjudag 18. október kl. 18.30.

Skv. 29. gr. heimsminjasamningsins eiga aðildarríkin reglulega að skila skýrslum til heimsminjanefndar UNESCO um framkvæmd og vinnu við samninginn. Í þessum skýrslum er fjallað annars vegar um almenna eftirfylgni við samninginn og hins vegar um ástand staða sem skráðir eru á heimsminjaskrána. Nú er að hefjast undirbúningur að gerð skýrslu, sem lönd Evrópu og N-Ameríku skila í sameiningu. Starfsmenn heimsminjaskrifstofu UNESCO munu funda dagana 19. - 21. október n.k. hér á landi með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltslanda og Vestur-Evrópuríkja ásamt fulltrúum frá norrænu heimsminjaskrifstofunni í Osló til að hefja undirbúning skýrslugerðarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta