Hoppa yfir valmynd
25. október 2011 Matvælaráðuneytið

Koma laserljós í stað hefðbundinna togveiðifæra – það kemur í ljós!

Sköpum nýja framtíð logo
Sköpum nýja framtíð logo

Veiðar með ljósvörpu er þróunarverkefni sem unnið er að í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Hafrannsóknarstofnunar, Gunnvarar og Fjarðarnets. Hugmyndin felur í sér gagngera endurhugsun á togveiðum. Í stað þess að nota áþreifanlegt garn til að smala fiski eins og gert er í dag - með tilheyrandi röskun á sjárvarbotni, losun koltvísýrungs og mikilli orkunotkun - er búið til ímyndað net eða veggur úr laserljósi sem sér um smölunina. Hugmyndin byggir á tækni sem einnig gæti nýst í öðrum veiðafærum og mun þróun í þessa átt stuðla að umhverfisvænum veiðum og lágmarka röskun á sjávarbotni.

 

Frumgerð Ljósvörpunnar er þegar tilbúin og munu veiðitilraunir hefjast áður en langt um líður. Lofi niðurstöður tilraunaveiða góðu verður skoðað hvort hægt verði að fara í framleiðslu eða hvort frekari tilraunaveiðar séu nauðsynlegar.

 

Ljósvörpuverkefnið hlaut mikla athygli á Sjávarútvegsráðstefnunni 2011 sem haldin var nýlega og var það samdóma álit manna að hugmyndin væri ekki bara framúrstefnuleg heldur væri hún líkleg til árangurs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta