Upplýsingabæklingurinn Fyrstu skrefin á níu tungumálum
Út er kominn upplýsingabæklingurinn Fyrstu skrefin sem ætlaður er innflytjendum, einstaklingum, stofnunum eða öðrum sem vinna með eða koma að ráðgjöf til innflytjenda. Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og Innflytjendaráð standa að útgáfunni.
Bæklingurinn er fáanlegur á níu tungumálum og í tveimur útgáfum en vegna alþjóðlegra samninga, svo sem á milli Norðurlandanna og aðildarríkja að EES- og EFTA-samningunum, gilda mismunandi reglur eftir ríkisfangi. Önnur útgáfa bæklingsins tekur mið af réttindum EES- og EFTA-ríkisborgara til dvalar á Íslandi en í hinni útgáfunni eru að finna upplýsingar fyrir önnur þjóðerni.
Efni bæklingsins var unnið af starfsfólki Fjölmenningarseturs, í samstarfi við velferðarráðuneytið, Þjóðskrá Íslands, Útlendingastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri aðila.
Bæklingarnir eru aðgengilegir á vef Fjölmenningarseturs í rafrænum útgáfum og þar er einnig hægt að panta þá á pappírsformi.