Hoppa yfir valmynd
26. október 2011 Innviðaráðuneytið

Frumvarp um breytingu á lögum um eftirlit með skipum til umsagnar

Til umsagnar er nú hjá innanríkisráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Hægt er að senda inn umsögn um frumvarpið á netfangið [email protected] til 9. nóvember næstkomandi.

Með frumvarpi þessu er lagt til að skipagjöld hækki um 75% sem er í samræmi við hækkarnir á vísitölu neysluverðs frá nóvember 2002 þegar frumvarp sem varð að lögum um eftirlit með skipum nr. 47/2003 var lagt fram og til október 2011 auk hækkana í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga fyrir árið 2012. Tilefni lagasetningarinnar er hækkun verðlags undanfarin ár en skipagjöld hafa ekki fylgt þeirri verðlagsþróun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta