Hoppa yfir valmynd
26. október 2011 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ný fjarskiptaáætlun kynnt á hádegisverðarfundi Ský

Drög að nýrri fjarskiptaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2011 til 2022 verður kynnt á fundi í Reykjavík næstkomandi miðvikudag, 2. nóvember. Fundurinn er haldinn í samvinnu innanríkisráðuneytisins og Skýrslutæknifélags Íslands á Grand Hóteli við Sigtún og stendur frá kl. 11.50 til 14.

Yfirskrift fundarins er: Ný fjarskiptaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2011-2022. Fundurinn hefst með hádegisverði og ávarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Síðan kynnir Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneyti, áætlunina og Þorleifur Jónasson og Stefán Snorri Stefánsson, fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun, ræða um öryggismál og mikilvægi fjarskiptainnviða.

Að erindum þeirra loknum ræðir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, um efnið snertifletir fjarskiptaáætlunar við upplýsingasamfélagið og í lokin er samantekt Gunnars Svavarssonar, formanns Fjarskiptasjóðs. Fundarstjóri er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu.

Fundurinn er opinn hagsmunaaðilum og áhugamönnum um fjarskiptamál.
Skráning og upplýsingar um verð er að finna á www.sky.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta