Hoppa yfir valmynd
27. október 2011 Dómsmálaráðuneytið

Aðgangur að starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur nú tekið til starfa. Í fyrstunni er hópurinn að viða að sér gögnum.

Þeir sem búa yfir upplýsingum um málin og vilja koma á framfæri ábendingum til starfshópsins eða hafa jafnvel gögn undir höndum sem varða málin eru hvattir til að hafa samband við starfshópinn. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða senda starfshópnum bréf á innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík.

Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta