Hoppa yfir valmynd
28. október 2011 Matvælaráðuneytið

Auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.

 

Með auglýsingu þessari vill ráðuneytið gefa sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta, fyrir fiskveiðiárið 2011/2012, á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Sveitar-/bæjarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðarlögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast þær öll samskipti við ráðuneytið, sem nauðsynleg eru vegna úthlutunarinnar.

Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012 er til 9. nóvember 2011. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

Til greina við úthlutun byggðakvóta koma:

1.      Minni byggðarlög (viðmiðun er 2.000 íbúar þann 1. desember 2010), sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski. Skal sveitarstjórn gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir vanda byggðarlagsins sem talið er að rekja megi til samdráttar í sjávarútvegi á síðustu árum og fyrir þýðingu veiða og vinnslu botnfisks fyrir það byggðarlag.

2.      Byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. Sveitarstjórnir skulu leggja fram gögn, sem sýna fram á að í tilteknu byggðarlagi hafi óvænt skerðing heildaraflaheimilda fiskiskipa sem gerð eru þaðan út og landað hafa þar afla, hafi haft veruleg neikvæð áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlagi.

Að fengnum umsóknum sveitarfélaga tekur ráðuneytið ákvörðun um hversu mikill byggðakvóti kemur í hlut einstakra byggðarlaga og tilkynnir bæjar-/sveitarstjórnum niðurstöðuna.  

Ráðuneytið vinnur nú að endurskoðun og einföldun reglna, sem gilt hafa um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa, og vekur athygli á að breytingar geta orðið á framkvæmd úthlutunar frá fyrra fiskveiðiári.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta