Hoppa yfir valmynd
28. október 2011 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fer til funda í Kaupmannahöfn

Forsætisráðherra fer til funda í Kaupmannahöfn sem haldnir verða á mánudag og þriðjudag í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Á mánudag tekur forsætisráðherra þátt í hnattvæðingarþingi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og eftir það funda forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Á þriðjudag verða fundir norrænna forsætisráðherra og leiðtoga sjálfsstjórnarsvæðanna og taka þeir síðan þátt í opnunarfundi Norðurlandaráðs, sem að þessu sinni fjallar um hin opnu norrænu samfélög.

Forsætisráðherra mun einnig funda sérstaklega með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur að loknum norrænu fundunum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta