Heildargreiðslumark mjólkur á lögbýlum verðlagsárið 2012 ákveðið.
Heildargreiðslumark
mjólkur á lögbýlum verðlagsárið 2012 ákveðið.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið, að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga, að heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 2012 skuli vera 114,5 milljónir lítra. Reglugerð þessa efnis er væntanleg á næstu vikum. Greiðslumarkið mun skiptast hlutfallslega milli lögbýla á sama hátt og á yfirstandandi ári, en þá var greiðslumarkið 116,0 milljónir lítra.