Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.
Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
Forgangs nýtur efni sem stuðlar að því að efla starf í anda grunnþátta menntunar fyrir öll skólastigin í samræmi við aðalnámskrá.
Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.
Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi. Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins. Aðgangur er gefinn á kennitölu og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.
Umsóknarfrestur er til 5. desember 2011.
Nánari upplýsingar veitir Ásta María Reynisdóttir í síma 545 9500 eða í tölvupósti á [email protected]