Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Nýtt vefsvæði um smáskjálfta af völdum niðurdælingar vatns frá Hellisheiðarvirkjun.

Undanfarið hefur orðið vart aukinnar skjálftavirkni í tengslum við niðurdælingu þéttvatns og skiljuvatns frá Hellisheiðarvirkjun. Orkustofnun í samvinnu við iðnaðarráðuneytið og fleiri
aðila hefur opnað vefsvæðið jardhiti.is  sem miðar að því að veita upplýsingar um skjálftavirknina og þar er jafnframt svarað helstu spurningum sem lúta að jarðskjálftum og niðurdælingu.

Vefsíðunni jardhiti.is er ætlað að að veita upplýsingar um smáskjálfta við Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun. Á síðunni er hægt að finna ýmsan fróðleik um Hellisheiðarvirkjun og þar er einnig að finna svör við ýmsum spurningum er tengjast smáskjálftum og niðurdælingu.

Orkustofnun hefur umsjón með vefnum og sækir þekkingu varðandi svör við spurningum til viðeigandi stofnana. Að síðunni standa auk Iðnaðarráðuneytis og Orkustofnunar, Umhverfisráðuneytið, Veðurstofa Íslands og Íslenskar orkurannsóknir.

Niðurdæling þéttivatns og skiljuvatns frá Hellisheiðarvirkjun hefur nýlega verið flutt frá Gráuhnúkum yfir til Húsmúla og aukin vegna stækkunar virkjunarinnar.Þetta hefur haft í för með sér aukna skjálftavirkni á svæðinu sem fram hefur komið á mælum og einnig hafa stærstu skjálftarnir sem eru allt að 4 á Richter verið merkjanlegir í byggð. Niðurdæling Orkuveitu Reykjavíkur er í samræmi við ákvæði gildandi starfsleyfis og virkjunarleyfis Hellisheiðarvirkjunar.Aðalástæður þess að niðurdælingar er krafist er verndun grunnvatns og
yfirborðsvatns sem og nauðsyn þess að viðhalda vatnsþrýstingi í þeim
jarðhitakerfum sem unnið er úr.

Tengill í vefsvæðið Jarðhiti.isi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta