Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra undirritar samning við Háskóla Sameinuðu þjóðanna um starfsemi Jarðhitaskólans

undirritun1
undirritun1

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri og Dr. Konrad Osterwalder, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ), skrifuðu í dag undir framlengingu á samningi um Jarðhitaskóla HSÞ til ársins 2014.

Allsherjarþing SÞ stofnaði Háskóla Sameinuðu þjóðanna árið 1973 í því skyni að styðja við framgang markmiða og grundvallarreglna stofnsáttmála SÞ með rannsóknum, menntun og þekkingarmiðlun. Alþjóðlegt net 15 mennta- og rannsóknarstofnana um heim allan mynda HSÞ og er starf þeirra samhæft af aðalskrifstofu HSÞ í Tókíó. 

Jarðhitaskóli HSÞ hóf starfsemi 1. mars 1979 og var fyrsti skólinn á Íslandi sem varð hluti af neti HSÞ. Sjávarútvegskóli HSÞ bættist í hópinn 1998 og Landgræðsluskóli HSÞ árið 2010. Samkvæmt áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011-2014 er Háskóli SÞ ein fjögurra alþjóðastofnana sem sérstök áhersla verður lögð á að styðja í marghliða þróunarsamstarfi Íslands. Jarðhitaskólinn spilar þar mikilvægt hlutverk en skólinn veitir sérfræðingum frá þróunarlöndum sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita. Starf skólans byggist á sex mánaða námi á Íslandi auk þess að styðja sérfræðinga til meistara- og doktorsnáms hér á landi. Þá eru reglulega haldin námskeið á vegum skólans í þróunarlöndum. Frá upphafi hafa yfir 450 nemendur stundað nám við skólann og frá því að námskeiðahald hófst árið 2005 hafa tæplega fimm hundruð sérfræðingar sótt námskeið skólans í þróunarlöndum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta