Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Aflaregla í almennt umsagnarferli

Nr. 59/2011

 

Aflaregla í almennt umsagnarferli

 

Haustið 2010 setti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á fót samráðsvettvang sérfræðinga og fulltrúa hagsmunaaðila í sjávarútvegi um nýtingu helstu nytjafiska. Verkefni hópsins var að meta núverandi nýtingarstefnu og aflareglu fyrir þorsk og kanna hvort rétt væri að leggja til breytingar þar á eða bæta enn frekar fræðilegan grunn þeirra.

Sjávarútvegsráðherra hefur nú ákveðið að setja skýrslu samráðshópsins í almennt umsagnarferli hagsmunaaðila og almennings. Skýrslan er hér meðfylgjandi og ágrip hennar er að finna á blaðsíðu 4-6.

Umsögnum um skýrslu samráðshópsins má skila til ráðuneytisins á netfangið [email protected], merkt: Umsögn um aflareglu.

Skýrslan.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta