Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2011 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Herman Van Rompuy forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Herman Van Rompuy forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins

Forsætisráðherra átti í dag fund med Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í Brussel.

Á fundinum ræddu þau um stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi, einkum vandann sem leiðtogar evrusvæðisins og Evrópusambandsins hafa unnið að því að leysa undanfarnar vikur.

Rætt var um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins og fyrirhugað ferli viðræðnanna á næstu mánuðum.  Næsta ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins verður haldin í desember þar sem að fleiri samningskaflar verða opnaðir.  Forsætisráðherra kvað ánægjulegt hvað ferlið gengi vel og að stórir kaflar væru óumdeildir eða þegar innleiddir.

Einnig var á fundinum rætt um stöðu mála varðandi endurreisn efnahagslífsins á Íslandi og þann árangur sem náðist, m.a. með samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

„Fundurinn  var mjög jákvæður og gagnlegur að því er varðar samskipti Evrópusambandsins við Ísland um aðildarferlið.  Jafnframt áttum við upplýsandi samtal um stöðu og þróun efnahagsmála innan Evrópusambandsins“, sagði forsætisráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta