Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði með Alexander Grushko varautanríkisráðherra Rússlands
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Alexander Grushko, varautanríkisráðherra Rússlands. Á fundinum ræddu ráðherrarnir samskipti og samstarf ríkjanna m.a. í viðskipta- og orkumálum. Fjallað var um samskipti Atlantshafsbandalagsins og Rússlands. Þeir Össur og Grushko ræddu einnig ástandið í Mið-Austurlöndum, Sýrlandi, Íran og Palestínu. Jafnframt ræddu ráðherrarnir samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sem og málefni Norðlægu víddarinnar (Northern Dimension) en Alexander Grushko sótti fund háttsettra embættismanna Norðlægu víddarinnar sem haldinn var í dag í Reykjavík.