Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Nýsköpunarlögin eru alveg milljón x 485,6

Sköpum nýja framtíð logo
Sköpum nýja framtíð logo

Að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Þetta voru markmiðin að baki
lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem tóku gildi á síðasta ári og í ár fá 53 fyrirtæki  alls 485,6 milljónir í
formi skattafsláttar og endurgreiðslu. Það munar um minna!

Öflug nýsköpun er einn af lykilþáttunum í því að styrkja atvinnulífið og fjölga störfum. Því er mikils um vert að búa til gott og hvetjandi rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og stofnanir sem sinna nýsköpun.  

Nýsköpunarlögin virka þannig að fyrirtæki sem vinna að nýsköpun geta sótt um að fá skattafslátt sem nemur  20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar tengda skilgreindu verkefni. Eina skilyrðið er að verkefnið hafi fengið
staðfestingu hjá RANNÍS að það uppfylli ákveðnar formkröfur sem eru skilgreindar í lögunum. Ef mörg nýsköpunarverkefni eru í gangi í sama fyrirtækinu getur það sótt um skattafslátt fyrir hvert og eitt þeirra. 

Þegar listinn yfir fyrirtækin 53 sem fengu skattaafslátt vegna ársins 2010 sést að hugbúnaðargeirinn er þar lang
fyrirferðamestur með um 40% af heildarupphæðinni. Af öðrum geirum má nefna áberandi grósku í  rannsóknar- og
þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunar svo dæmi séu tekin. 

Umsóknareyðublöð, handbók um skattaívilnanir og allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Rannís   



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta