Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu umsóknarfresturinn að renna út.

Til að tryggja áframhaldandi þróun á sviði heilsuferðaþjónustu á Íslandi hefur iðnaðarráðherra ákveðið að veita ein hvatningarverðlaun að fjáhæð ein milljón króna til áhugaverðra verkefna á sviði heilsuferðaþjónustu. Verðlaunin verða veitt í desember næstkomandi.

Hverjir geta tekið þátt:
Hópar fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem vinna sameiginlega að áhugaverðum vörum á sviði heilsuferðaþjónustu sem eru í þróun.

Við mat umsókna verður tekið tillit til eftirfarandi þátta:

  • Verkefnishugmyndar
  • Mrkhóps – er um nýjan erlendan markhóp að ræða?
  • Er varan í boði á lágönn?
  • Hvað er einstakt við vöruna / Upplifunin?
  • Hver er heilsuávinningur ferðar?
  • Samsetningar hóps og vel skilgreindra hlutverka innan samstarfshópsins
  • Vandaðra umsókna

Umsóknum skal skilað til Ferðamálastofu eigi síðar en 20. nóvember næstkomandi á séröku umsóknareyðublaði.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, [email protected], s. 535 5500.

*Heilsuferðaþjónusta er ferðaþjónusta sem felur í sér að ferðamaðurinn geti notið sem aðalþáttar og hvata ferðar eftirfarandi heilsuþátta: Vatns og vellíðunar, líkamsræktar, íþrótta og hreyfingar, endurhæfingar og heilsubætandi meðferða, hátæknilækninga. Auk mismunandi afþreyingar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta