Drög að nýrri reglugerð til kynningar
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að birta til kynningar á vefsíðu ráðuneytisins drög að nýrri reglugerð um virðisaukaskatt af sölu á þjónustu til erlendra aðila, kaupum á þjónustu erlendis frá, rafrænt afhentri þjónustu o.fl.
Í drögunum er meðal annars að finna skilgreiningar á hugtökum og útskýringar á því hvað teljist rafrænt afhent þjónusta sem ekki er að finna í gildandi reglugerð um sama efni nr. 194/1990.
Drögin að reglugerðinni verða birt á vefnum til kynningar til 15. desember 2011 og má lesa hér
Á þeim tíma gefst kostur á að senda ábendingar og athugasemdir við drögin á netfangið: [email protected].