Kynning á niðurstöður barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands
Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi næstkomandi fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku milli klukkan 8.45 og 10.30.
Sendinefnd Íslands sat fyrir svörum um framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á fundi í Genf í lok september. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, fór fyrir sendinefndinni og flutti inngangsorð við fyrirtökuna. Auk hennar voru fulltrúar Íslands þau María Rún Bjarnadóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Margrét Björnsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Einnig sat fundinn Veturliði Stefánsson, fulltrúi fastanefndar Íslands í Genf.
Dagskrá fundarins á fimmtudag verður svohljóðandi:
- 8.50 - 9.30: Sendinefnd Íslands segir frá undirbúningi og framkvæmd fyrirtökunnar, helstu niðurstöðum og því hvernig stjórnvöld hyggjast fylgja tillögum nefndarinnar eftir.
- 9.30 - 10.00: Umboðsmaður barna og fulltrúar Mannréttindaskrifstofu Íslands, Barnaheilla og UNICEF segja frá aðkomu sinni og sýn í tengslum við fyrirtökuna.
- 10.00 - 10.30: Umræður.
Kynningin er öllum opin. Gestir eru hvattir til að mæta og koma upplýsingum um fundinn á framfæri við alla áhugasama. Boðið verður uppá léttar kaffiveitingar.