Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga áárinu 2011
Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. nóvember sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2011 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur um 1.249 milljónum króna.
Í dag koma ¾ hlutar af áætluðu framlagi til greiðslu eða samtals um 936 milljónir króna. Uppgjör framlaganna fer fram fyrir áramót á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaganna.