Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Áskorun frá velferðarvaktinni

Velferðarvaktin
Velferðarvaktin

Á fundi velferðarvaktarinnar 1. nóvember síðast liðinn var samþykkt að senda stjórnvöldum áskorun um aðgát við gerð fjárhagsáætlana vegna ársins 2012. Velferðarvaktin sendi stjórnvöldum samhljóða bréf fyrir ári síðan og leggur á ný áherslu á að þegar ákvörðun er tekin um að draga úr tiltekinni þjónustu vegna efnahagsástandsins verður að gæta að tilteknum atriðum sem fram koma í áskoruninni.

Hlutverk velferðarvaktarinnar er að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Velferðarvaktin er ráðgefandi fyrir velferðarráðherra og stjórnvöld.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta