Ráðherra heimsækir skóla á degi íslenskrar tungu
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gerði víðreist á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl. Dagurinn hófst með heimsókn í Fellaskóla í Breiðholti.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gerði víðreist á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl. Dagurinn hófst með heimsókn í Fellaskóla í Breiðholti. Þar var samkoma í tilefni dagsins með þátttöku nemenda ásamt leikskólabörnum og Kór eldri borgara í Gerðubergi. Að því loknu heimsótti ráðherrann leikskólann Holt, einnig í Breiðholti og kynnti sér m.a. starf með börnum af erlendum uppruna, sem hafa íslensku sem annað mál.
Morgninum lauk svo á heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og ráðherra kynnti sér sérstaklega innflytjendabraut, sem starfrækt er við skólann og snæddi hádegisverð með nemendum af erlendum uppruna. Skólaheimsóknum lauk svo í leikskólann Sólborg þar sem heyrnarskert börn eru ásamt börnum með fulla heyrn og öll læra þau samskipti með táknmáli.