Tillögu um friðun húsa í Skálholti vísað til frekari meðferðar
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að synja að svo stöddu tillögu húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfis þeirra eins og lagt er til í bréfi nefndarinnar frá 16. nóvember 2011. Hefur ráðherra farið þess á leit við nefndina að hún taki málið til efnislegrar meðferðar með hefðbundnum hætti áður en afstaða verður tekin til tillögu um friðun.