Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Ráðherra flutti ræðu hjá norsk-íslenska verslunarráðinu

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra flutti framsögu um stöðu íslenskra efnahagsmála á fjölsóttum, opnum fundi norsk-íslenska verslunarráðsins í Osló í dag. Árni Páll lýsti stefnuviðbrögðum Íslands við efnhagshruninu, lokum áætlunar Íslands með alþjóðagjaldeyrissjóðnum, framvindu áætlunar um afnám hafta, mikilvægi erlendrar fjárfestingar og framtíðarsýn um agaða samstillta hagstjórn á Íslandi.

Norsk-íslenska verslunarráðið var stofnað 2004 og var endurvakið með fundinum í dag. Fundurinn er einn af mörgum á erlendri grundu þar sem efnahags- og viðskiptaráðherra kemur fram í því skyni að segja sögu Íslands og lýsa núverandi stöðu en slíkur fundur var haldinn í Lundúnum í október og í Kaupmannahöfn snemmsumars. Allir fundirnir eru haldnir í samvinnu viðskiptaráða landanna.

Efnahags- og viðskiptaráðherra mun í ferðinni einnig ræða við norska ráðherra, viðskiptamenn og fjölmiðla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta