Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2011 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skipuð vegna hönnunarsamkeppni um fangelsi

Innanríkisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni um nýtt fangelsi sem ráðgert er að reisa á Hólmsheiði í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að tilkynna megi um úrslit samkeppninnar næsta vor.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar,
  • Páll Winkel, fangelsismálastjóri, skipaður án tilnefningar,
  • Pétur Örn Björnsson, arkitekt, skipaður án tilnefningar,
  • Gylfi Guðjónsson, arkitekt, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands,
  • Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands.

Verkefni dómnefndar er að fara yfir þær tillögur er berast í hönnunarsamkeppnina og velja þrjár þeirra, sem skipa skulu í verðlaunasæti.

Þá hefur ráðuneytið falið Framkvæmdasýslu ríkisins að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd samkeppninnar og er Örn Baldursson arkitekt verkefnisstjóri fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar og verður jafnframt ritari dómnefndar. Trúnaðar- og umsjónarmaður samkeppninnar verður Gísli Þór Gíslason, verkefnisstjóri hjá Ríkisskaupum. Dómnefndinni er heimilt í samráði við trúnaðar- og umsjónarmann samkeppninnar að kalla til sérfræðinga sér til ráðuneytis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta