Samstarfssamningur við Rúanda um jarðhita
Nýlega undirrituðu Emma Francoise Isunbingabo, vatns- og orkumálaráðherra Rúanda og Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra samning um samstarf ríkjanna á sviði jarðhita. Íslensk fyrirtæki hafa komið að verkefnum í Rúanda og þá hafa fimm nemendur frá Rúanda stundað nám við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi.
Rúanda er eitt af þéttbýlustu löndum Afríku. Landið er um fjórðungur Íslands að stærð en íbúafjöldinn telur rúmar 7,3 milljónir. Landið er ríkt af jarðhita og hefur orkumálaráðherra landsins lýst yfir áhuga á að koma til Íslands til að kynna sér nýtingu jarðhita. Fimm nemendur frá Rúanda hafa stundað nám við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi og þá hafa íslensk fyrirtæki komið að verkefnum í landinu. Vonast er til að samningurinn skapi grundvöll fyrir enn frekara samstarfi ríkjanna.