Ísland fær örn á stærstu golf-ferðakaupstefnu í heimi!
Ísland hefur slegið í gegn sem áfangastaður fyrir erlenda golfáhugamenn. Á stærstu Golf-ferðakaupstefnu heims sem haldin var í Tyrklandi nýverið var Ísland valið einn af þeim sex golfáfangastöðum í heiminum sem töldust vera „Leyndustu perlurnar“.
Það má því vera ljóst að þeir ferðamenn sem slá til og koma hingað með það að markmiði að koma golfboltunum sínum ofaní þar til gerða holu í sem fæstum höggum fá mikið fyrir sinn snúð.
Vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur verið mikill og að jafnaði hefur fjöldi erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim tvöfaldast á hverjum 10 árum. Að baki þessari fjölgun liggur mikið nýsköpunarstarf í ferðaþjónustu um allt land.
Samtökin „Golf Iceland“ hafa unnið einbeitt að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir kylfinga en að þeim standa flestir 18 holu golfvellir á Íslandi, Golfsamband, Íslands, Ferðamálastofa og öflug fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Það eru Alþjóðlegu samtökin IAGTO (The Global Golf Tourism Organisation) sem standa fyrir verðlaunaafhendingunni og eru það 160 golfblaðamenn frá 33 löndum sem skipa dómnefndina. Í úrslit í flokknum „Leyndasta perlan“ voru auk Íslands Kólombía, Mississippi-ríki, Indland, Galicia á Spáni og Búlgaríu sem hreppti nafnbótina þetta árið.