Hoppa yfir valmynd
1. desember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenskrar tónlistar í Hörpu


Katrín Jakobsdóttir tók þátt í hátíðarhöldum á degi íslenskrar tónlistar og 5 ára afmælis Útóns í Hörpu á fullveldisdeginum, 1. desember.

Ýmsir þekktir tónlistarmenn leiða samsönginn
DaguÝmsir þekktir tónlistarmenn leiða samsönginn

Það var mikið um dýrðir í Hörpu 1. desember á degi íslenskrar tónlistar. Dagskráin hófst með ávarpi Kjartans Ólafssonar, formanns Samtóns. Síðan tók Sigtryggur Baldursson við stjórninni og leiddi samsöng viðstaddra og allra þeirra sem hlustuðu á útsendingar tónlistarútvarpsstöðva kl. 11.15. Þá  voru samtímis send út þrjú lög og hlustendur hvattir til að fylgjast með. Sungin voru lögin: Stingum af, lag og texti eftir Mugison, Söngur fuglanna, lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð davíðs Stefánssonar og Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur við texta Þórðar Árnasonar. Að því loknu flutti Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarp og óskaði íslenskum tónlistarmönnum og þjóðinni allri til hamingju með daginn. Þá afhenti hún Þorgeir Ástvaldssyni útvarpsmanni viðurkenningu samtaka tónlistarfólks í tilefni dagsins.

Kjartan Ólafsson formaður samtónsGunnar Guðmundsson sker sneið af hátíðarkökunni fyrir mennta- og menningarmálaráðherraÞorgeir Ástvaldsson hlýtur viðurkenningu dagsinsÝmsir þekktir tónlistarmenn leiða samsönginn
Katrín Jakobsdóttir, Sigtryggur Baldursson og fleiri syngja meðSigtryggur Baldursson tónlistarmaður

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta