Hoppa yfir valmynd
1. desember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skólar á grænni grein eflast

Í dag, 1. desember var undirritaður þriggja ára styrktarsamningur milli umhverfisráðuneytis, mennta- menningarmálaráðuneytis og Landverndar um verkefnið „Skólar á grænni grein“, sem er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Landvernd stýrir verkefninu.

Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar undirrita styrktarsamning um verkefnið Skólar á grænni grein.
Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar undirrita styrktarsamning um verkefnið Skólar á grænni grein.

Samningurinn var undirritaður í Kvennaskólanum í Reykjavík, sem er 200. skólinn á Íslandi sem hóf þátttöku í verkefninu. Til gamans má geta að 100. skólinn sem skráði sig til leiks var grunnskóli, Ingunnarskóli í Reykjavík og 100. skólinn til að hljóta Grænfánann var leikskóli, Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Að auki taka þrír af sjö háskólum þátt í verkefninu svo það nær nú til allra skólastiga á Íslandi. 

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) er alþjóðlegt verkefni, sem Landvernd hefur rekið hér á landi í 10 ár. Þátttökuskólar miða að því að geta flaggað alþjóðlegu viðurkenningunni Grænfánanum, sem veitt er fyrir umhverfisstarf og stefnu skólans í umhverfismálum. Þurfa skólarnir að hafa stigið sjö skilgreind skref í umhverfismálum til að geta sótt um Grænfánann sem er alla jafna veittur til tveggja ára í senn. Sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Samningsaðilar hafa stefnt að undirritun slíks samnings um nokkurt skeið en þess má geta að langtímasamningur við Grænfánaverkefnið er meðal tillagna í þingsályktunartillögu um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem nú liggur fyrir Alþingi.

Hátíðarhöld hjá krökkum á Álftanesi

 Fyrr um morguninn afhenti umhverfisráðherra tveimur skólum á Álftanesi Grænfána, annars vegar Náttúruleikskólanum Krakkakoti, sem dregur Grænfánann að húni í þriðja sinn og hins vegar Álftanesskóla, sem fær hann afhentan í fjórða sinn á morgun. Því höfðu um 550  krakkar á Álftanesi sérstaka ástæðu til að fagna árangri sínum í umhverfismálum á fullveldisdegi Íslendinga og voru skólarnir tveir með sameiginlega hátíðardagskrá af því tilefni.

Umhverfisnefd Kvennaskólans í ReykjavíkUmhverfisnefnd Kvennaskólans í Reykjavík


Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar undirrita styrktarsamning um verkefnið Skólar á grænni grein.

Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson
framkvæmdastjóri Landverndar undirrita styrktarsamning um verkefnið Skólar á grænni grein

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherraKatrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra




 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta