Hoppa yfir valmynd
1. desember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vatnsnýting í byggingum í brennidepli hjá ESB

Vatn
Vatn

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hleypt af stokkum ráðgjafarferli á netinu þar sem óskað er eftir áliti almennings á þeim kostum sem ESB stendur frammi fyrir þegar kemur að því að auka nýtni vatns í byggingum.

Meðal annars eru uppi hugmyndir um að koma fyrir sérstökum vatnsmælum sem gefa vatnsnotkun íbúa hverrar íbúðar til kynna hver vatnsnotkun þeirra er. Þannig er vonast til að hægt sé að gera íbúa meðvitaðri um vatnsnotkun sína um leið og mælarnir gætu gefið vísbendingar um hugsanlega vatnsleka o.þ.h. Fleiri aðgerðir eru til umræðu, s.s. að að hækka verð á vatni í von um að draga úr notkun þess, auka fræðslu, merkja vatnstæki (s.s. salerni og sturtuhausa) sérstaklega eftir vatnsnýtni þeirra og jafnvel að kveða á um lágmarks vatnsnýtni vatnstækja með lögum, svo fátt eitt sé nefnt.

Markmið samráðsins er að safna saman upplýsingum og skoðunum á því að ESB marki sér stefnu varðandi vatnsnotkun í byggingum. Að auki veitir samráðið hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum á framtíðar stefnu ESB í þessum málum.

Samráðsferlið stendur yfir til 8. febrúar 2012.

Nánari upplýsingar og spurningalista má finna hér.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta