Hoppa yfir valmynd
2. desember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Háskóli Íslands brautskráir doktora

Á fullveldisdeginum, 1. desember, efndi Háskóli Íslands í fyrsta sinn til hátíðar brautskráðra doktora í Hátíðasal skólans að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.
Háskóli Íslands brautskráir doktora
Háskóli Íslands brautskráir doktora

Á fullveldisdeginum, 1. desember, efndi Háskóli Íslands í fyrsta sinn til hátíðar brautskráðra doktora í Hátíðasal skólans að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Á hátíðinni fengu þeir nýdoktorar sem varið hafa ritgerðir sínar við Háskóla Íslands síðastliðið ár afhent gullmerki háskólans.

Á hátíðinni kom fram að á tímabilinu frá 1. desember 2010 til 1. desember 2011 brautskráðust 47 doktorar frá Háskóla Íslands, 27 karlar og 20 konur. Í hópnum eru nemendur frá níu þjóðlöndum og þremur heimsálfum, en rúm 60 prósent doktoranna eru Íslendingar. Gert er ráð fyrir að 50 doktorsvarnir fram á aldarafmælisári Háskóla Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta