Hoppa yfir valmynd
5. desember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði

Hreindýr.
Hreindýr.

Umhverfisráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða, skv. lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiðikortasjóður, fyrir 20.desember 2011.

Úthlutunin er í samræmi við fyrrgreind lög en samkvæmt þeim úthlutar umhverfisráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta.

Í umsókn um styrk úr Veiðikortasjóði skal umsækjandi greina frá efni og afmörkun fyrirhugaðra rannsókna, hverjir koma að rannsóknunum, skipulagi þeirra og áætluðum tímamörkum ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri rannsóknir.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda inn umsóknir. Ráðuneytið mun að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og ráðgjafanefndar úthluta styrkjum eigi síðar en 15. febrúar 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta