Hoppa yfir valmynd
6. desember 2011 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin veitir stuðning til þjálfunar og eflingar færeyskra björgunarsveita í samstarfi við Landsbjörgu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Kaj Leo Johannessen lögmaður Færeyja
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Kaj Leo Johannessen lögmaður Færeyja

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu forsætisráðherra um að veita fjármunum til stuðnings og eflingar björgunarsveitum í Færeyjum. Framlagið nemur samtals sex milljónum króna.

Annars vegar verður um að ræða fimm milljóna króna fjárframlag til þjálfunar og eflingar björgunargetu færeyskra björgunarsveita, sem ráðstafað verður í samstarfi við Landsbjörgu og færeyskar björgunarsveitir. Fjárframlaginu er ætlað að styðja við þjálfun og æfingar færeyskra björgunarmanna hér á landi, svo og við námskeiðahald og æfingar í Færeyjum. Hins vegar verður veitt framlag sem nemur einni milljón króna, til fjársöfnunar sem fram fer 11. desember n.k. til styrktar björgunarsveitunum í Færeyjum, m.a. með tónleikum og útsendingu í færeysku og íslensku sjónvarpi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta