Hoppa yfir valmynd
7. desember 2011 Matvælaráðuneytið

Skrifað undir sölu lands til Reykhólahrepps

Mynd með frétt 64 2011 sala á Reykhólum
Mynd með frétt 64 2011 sala á Reykhólum
Nr. 64/2011

 

Skrifað undir sölu lands til Reykhólahrepps

 

Jón Bjarnason skrifaði um síðastliðna helgi undir sölu á 98 hektara landi úr jörðinni Reykhólum til Reykhólahrepps. Um er að ræða landið sem Reykhólaþorp stendur á og var söluverð 17,5 milljónir króna. Undanskilið í sölunni er lóð Reykhólakirkju, kirkjugarðs, prestshúss og fjárhúsa sem fylgja prestssetri. Þá verður gatan Maríutröð sem liggur í gegnum þorpið eftir sem áður á forræði Vegagerðar.  

Fyrir átti Reykhólahreppur allstóran hluta Reykhólajarðarinnar eða svokallað tilraunastöðvarland sem ríkið seldi hreppnum árið 1990. Þá eru á lokastigi samningaviðræður við ábúanda Reykhólajarðarinnar um kaup hans á hluta af landi jarðarinnar en eftir sem áður mun ríkið halda allmiklu af því landi sem tilheyrði þessari stóru eign, þar á meðal fjalllendi og lendum í nágrenni bæjarins.  

Á myndinni sem er af vef Reykhólahrepps eru auk ráðherra þær Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Andrea Björnsdóttir oddviti.

Mynd með frétt 64 2011 sala á Reykhólum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta