Hoppa yfir valmynd
8. desember 2011 Matvælaráðuneytið

Erlendum ferðamönnum í nóvember fjölgar um 8%

Vetrarmynd
Vetrarmynd

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 22.969 erlendir ferðamenn frá landinu um
Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 1700 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Nóvembermánuður í ár er sá þriðji fjölmennasti frá því talningar hófust. 

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá því í fyrra frá
N-Ameríku (41,7%) og Bretlandi (20,4%). Ferðamenn frá Mið- og Suður Evrópu standa hins vegar í stað, Norðurlandabúum fækkar (-9,1%) og ferðamönnum frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað" fjölgar lítilháttar (3,4%).

Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (22,2%) og  Bandaríkjunum (17,9%). Ferðamenn frá Noregi (9,1%), Svíþjóð (7,7%), Danmörku (6,9%) Þýskalandi (4,9%) og Frakklandi (4,3%) fylgdu þar á eftir.

Ferðamenn frá áramótum

Alls hafa 519.865 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er árinu, en á sama tímabili í fyrra höfðu 440.445 ferðamenn farið frá landinu. Um er að ræða 18% fjölgun milli ára. Fjölgun hefur verið frá öllum mörkuðum, þó allra mest frá N-Ameríku (49,1%).

Ferðir Íslendinga utan

Alls fóru 26.084 Íslendingar utan í nóvembermánuði í ár en í fyrra fór 24.581. Frá áramótum hafa 318.438 Íslendingar farið utan eða 44.959 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin
nemur 16,4% milli ára. 

Sjá nánar á vef Ferðamálastofu




 



 



 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta