Hoppa yfir valmynd
8. desember 2011 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur ÖSE í Vilníus

Utanríkisráðherrafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, var haldinn í Vilníus, Litháen 6. – 7. desember 2011. Ráðherrarnir samþykktu að styrkja samstarfið við Afganistan og samstarfsríki ÖSE, einkum við ríki í norðanverðri Afríku. Þá var einnig samþykkt ákvörðun um að styrkja getu ÖSE til að koma í veg fyrir átök og yfirlýsing um aðgerðir gegn mansali.

Stefán Skjaldarson, fastafulltrúi hjá ÖSE, ávarpaði fundinn fyrir hönd Íslands. Í máli hans kom meðal annars fram áhersla á mannréttindamál, lýðræðisþróun og mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar. Lýsti fastafulltrúi áhyggjum af aukningu mannréttindabrota, fangelsun blaðamanna og áreitni í garð borgaralegs samfélags í aðildarríkjum ÖSE. Íslensk stjórnvöld hafa auk þess beitt sér sérstaklega á vettvangi stofnunarinnar fyrir því að tjáningarfrelsi nái einnig til stafrænnar fjölmiðlunar. Ályktun þess efnis náði ekki fram að ganga á fundinum og tók Ísland undir yfirlýsingu ESB þar sem lýst var vonbrigðum með þá niðurstöðu, sem og áhyggjum af veikri niðurstöðu fundarins um mannréttindamál almennt.

ÖSE er stærsta svæðisbundna öryggisstofnun heims og eru þátttökuríki 56 í Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu samtakanna á vefsíðunni www.osce.org

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta