Hoppa yfir valmynd
8. desember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012-2015

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) undirrituðu  í húsakynnum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í dag Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012– 2015.

09.12.2011-Undirritun-samkomulags-um-kvikmyndamal-001
09.12.2011-Undirritun-samkomulags-um-kvikmyndamal-001

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) undirrituðu  í húsakynnum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í dag Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012– 2015.

Í samkomulaginu koma fram áherslur á sviði kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar á Íslandi er varða þróun styrkjakerfis á sviði kvikmyndamála, kvikmyndalæsi, kvikmyndahátíðir, framboð á kvikmynduðu íslensku efni og markaðssetningu á íslenskri kvikmyndagerð. Einnig er fjallað um kvikmyndaarfinn, stafrænar kvikmyndir, kvikmyndamenntun og Ríkisútvarpið. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi í gegnum Kvikmyndasjóð eykst úr 452 millj. kr. á yfirstandandi ári í 700 millj. kr. árið 2015.  Einnig verður komið á fót miðastyrkjum, framlög til kvikmyndahátíða og kvikmyndahúsa, sem leggja áherslu á listrænar myndir verða aukin og veitt verður sérstakt framlag til endurnýjunar eldri mynda.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta