Ríkisstjórnin styrkir góðgerðasamtök um sjö milljónir króna.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sammælst um að senda ekki jólakort innanlands fyrir þessi jól í nafni embættis síns. Þess í stað verði andvirðinu varið til félagasamtaka sem aðstoða þá sem höllum fæti standa.
Af þessu tilefni samþykkti ríkisstjórnin að veita samtals sjö milljónum króna til eftirfarandi samtaka: Mæðrastyrksnefnda í Reykjavík, á Akureyri, í Hafnarfirði, Kópavogi og á Vesturlandi, Hjálparstarfs kirkjunnar, Samhjálpar-félagasamtaka, Hjálpræðishersins á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálpar Íslands.