Forsætisráðherra fundar með utanríkisráðherra Palestínu
Forsætisráðherra tók í morgun á móti dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu í Stjórnarráðinu
Á fundinum var rætt um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínu og stuðning við aðildarumsókn ríkisins að Sameinuðu þjóðunum. Einnig var rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna og efnahagsuppbyggingu í Palestínu, svo og stöðu mála í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs.