Hoppa yfir valmynd
16. desember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslenskir háskólar með viðurkenningu fyrir skírteinisviðauka (Diploma Supplement)

Í haust var tilkynnt að Listháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Hólaskóli fengju viðurkenningu fyrir notkun á skírteinisviðaukum (diploma supplement „DS“) sem fylgja prófskírteinum

Í haust var tilkynnt að Listháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Hólaskóli fengju viðurkenningu fyrir notkun á skírteinisviðaukum (diploma supplement „DS“) sem fylgja prófskírteinum. Í fyrra fengu Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands þessa sömu viðurkenningu og hafa því allir íslenskir háskólar hlotið viðurkenningu. Ísland er eina landið þar sem allir háskólar hafa hlotið þessa vottun.

Diploma Supplement er skírteinisviðauki sem nemendur fá við úskrift og fylgir fyrirmynd sem var þróuð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuráðinu og UNESCO/CEPES. Skírteinisviðaukinn, sem er á ensku, útskýrir vel inntak viðkomandi náms, námsmat og uppbyggingu á menntakerfi hér á landi og á að auðvelda nemendum að sækja um nám erlendis.

Útgáfa DS er hluti af innleiðingu Bologna ferilsins en með ferlinum er lögð áhersla á samstarf og samræmi á sviði æðri menntunar í Evrópu. Bologna ferillinn stefnir að því að gera Evrópu að einu samfelldu menntunarsvæði m.a. í þeim tilgangi að auðvelda nemendum og kennurum að flytja á milli landa til að afla sér menntunar og starfa á sameiginlegum vinnumarkaði álfunar.

Allir Íslenskir háskólar hafa gefið út skírteinisviðauka frá því 2005 en hann er afar mikilvægur fyrir stúdenta þar sem hann auðveldar þeim að sækja um í erlenda háskóla og fá nám sitt viðurkennt á milli landa. 

Að allir íslenskir háskólar hafi hlotið þessa vottun er mikil viðurkenning fyrir íslenska háskólastigið þar sem hún staðfestir að ákveðnum gæðakröfum sé uppfyllt og er einnig staðfesting á því gæðastarfi sem átt hefur séð stað innan íslensku háskólanna síðustu ár.

  • Sjá nánari upplýsingar um „Diploma supplement“ og hvaða háskólar hafa hlotið þessa vottun

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta