Hoppa yfir valmynd
21. desember 2011 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra kynnir sér starfsemi Flugsögufélagsins

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti aðsetur Íslenska flugsögufélagsins á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Þar tóku á móti honum nokkrir núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn og kynntu honum starfsemi félagsins.

Innanríkisráðherra heimsótti Íslenska flugsögufélagið á dögunum.
Innanríkisráðherra heimsótti Íslenska flugsögufélagið á dögunum.

Flugsögufélagið var stofnað árið 1977 og er tilgangur þess að varðveita flugsöguna með því að halda til haga gömlum flugvélum, gera þær upp og varðveita, tækjum og búnaði sem tengist flugi svo og að halda til haga heimildum um íslenska flugsögu. Að þessu hefur félagið unnið þessa áratugi þannig bjargað ýmsu frá glötun.

Innanríkisráðherra heimsótti Íslenska flugsögufélagið á dögunum.

Innanríkisráðherra naut leiðsagnar þeirra Sigurjóns Valssonar, formanns félagsins, Elíasar Erlingssonar gjaldkera og fyrrverandi stjórnarmanna þeirra Baldurs Sveinssonar, sem var fyrsti formaður félagsins, og Haraldar Karlssonar, fyrrverandi gjaldkeri.

Innanríkisráðherra heimsótti Íslenska flugsögufélagið á dögunum.Sýndu þeir félagar ráðherra vélar sem verið er að gera upp og aðstöðu félagsins í Fluggörðum en það hefur yfir að ráða flugskýli sem er annars vegar notað fyrir starfsemi félagsins og hins vegar leigt út til að hafa af því tekjur. Í hluta skýlisins er unnið að viðgerðum en í hinum hlutanum eru varðveittar ýmsar minjar sem félaginu hafa borist.

Ögmundur sagði starfsemi félagsins áhugaverða og hafa sýnt fyrir löngu að varðveisla sögulegra minja og efnis væri afar brýn. Flugsagan væri hluti af samgöngusögu þjóðarinnar og þar hefði Reykjavíkurflugvöllur leikið stórt hlutverk. Slíku hlutverki yrði hann að gegna áfram sem miðstöð innanlandsflugs og aðsetur grasrótarinnar.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta