Hoppa yfir valmynd
22. desember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sérfræðingur í frjálsum og opnum hugbúnaði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í frjálsum opnum hugbúnaði. Um er að ræða fullt starf tímabundið í eitt ár er skiptist á milli verkefna á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis.

   

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í frjálsum opnum hugbúnaði. Um er að ræða fullt starf tímabundið í eitt ár er skiptist á milli verkefna á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis. Verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis felast í uppbyggingu gagnagrunna og upplýsingaveita sem byggja á opnum og frjálsum hugbúnaði og innleiðingu frjáls og opins hugbúnaðar í skólum. Verkefni hjá innanríkisráðuneyti lúta að framkvæmd aðgerðaráætlunar fyrir innleiðingu frjáls og opins hugbúnaðar hjá opinberum aðilum.  
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tölvuverkfræði eða aðra sambærilega menntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi víðtæka reynslu af notkun og þekkingu á frjálsum og opnum hugbúnaði og opnum stöðlum eins og HTML 5.  Góð forritunarþekking á Python/Django/JavaScript er nauðsynleg. Reynsla og góð þekking á kvikri hugbúnaðarþróun (Agile) og stjórnun á hugbúnaðarverkefnum er æskileg.
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli eru nauðsynlegir kostir ásamt ritfærni og hæfni í mannlegum samskiptum. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested á upplýsinga- og fjármálasviði.
  • Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
  • Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta