Hoppa yfir valmynd
22. desember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úthlutun ársins 2005

Rannsóknir á náttúrufari Suðausturlands

Dr. Páll Imsland, jarðfræðingur, kr. 410.000.-
Dr. Páll hefur um rúmlega tveggja áratuga skeið stundað margvíslegar rannsóknir á náttúrufari Suðausturlands. Nú hyggst hann aldursgreina ýmsa þætti jarðfræðilegrar þróunar í lok síðasta jökulsskeiðs ísaldar á svæðinu og þær breytingar á afstöðu lands og sjávar sem þeim fylgja.

Búsvæðaval og afkoma óðinshana og þórshana í Öræfum

Líffræðistofnun Háskólans, kr. 350.000.-
Þórshana og óðinshana virðist hafa fækkað hér við land síðari ár. Varpstofn þórshana er mjög lítill, en eitt helsta varpsvæði þórshanans hefur á síðustu árum verið í Austur-Skaftafellssýslu. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa búsvæðavali og afkomu óðinshana og þórshana innan sama svæðis í Öræfum. Stefnt er að því að niðurstöðurnar auðveldi það að hægt verði að fylgjast með stofnbreytingum þessara tegunda í framtíðinni.

Rannsóknir á sjóbirtingi í Hornafirði og Skarðsfirði

Laxfiskar ehf. – rannsóknir og ráðgjöf, kr. 485.000.-
Meginmarkmið rannsóknanna eru að afla ákveðinna grunnupplýsinga um ferðir og fæðu sjóbirtinga með hliðsjón af eiginleikum fiskanna og árstíma. Litið er til þess að rannsóknunum verði fram haldið til að afla ítarlegra og sértækra upplýsinga um ferðir og atferli sjóbirtinga og fleiri fiskitegunda á þessu svæði, ekki síst með notkun rafeindafiskmerkja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta