Hoppa yfir valmynd
28. desember 2011 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um deilistofna

 

Nr. 67/2011

Reglugerð um deilistofna

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um veiðar á norsk-íslenskri síld og úthafskarfa í samræmi við samninga innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem samþykktir voru fyrr á árinu.

Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum nema samtals 120.868 lestum þar af koma 118.248 til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Reglugerðin tekur til veiða í lögsögu Íslands, Færeyja, Noregs, Jan Mayen, á alþjóðlegu hafsvæði milli Íslands og Noregs og í lögsögu Svalbarða. Sérstakar reglur gilda um veiðar á einstökum svæðum og veiðar í norskri lögsögu mega að hámarki nema um 22 þúsundum tonnum á árinu.

Fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 31. desember 2012 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:

 

A B C D E F

 

Lestir Lestir Lestir Lestir Lestir Lestir
Alls 120.868 2.000 1.608 117.260 988 118.248

 

Skýringar á töflu:

A.  Leyfilegur heildarafli.

B.  Frádráttur skv. leiguákvæði VIII til bráðabirgða við lög nr. 116/2006.

C.  Skerðing skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (1,33%).

D.  Samtala eftir skerðingar.

E.  Viðbætur vegna ársins 2011 á grundvelli tvíhliðasamnings Íslands og Noregs.

F.  Til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar.

Heildarafli íslenskra skipa í úthafskarfa nemur samkvæmt samningum 9.926 tonnum en þar frá dragast 1,33% á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta