Vatnsinnihald í makríl
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð vegna makrílveiða þar sem kveðið er á um frádrátt frá aflaheimildum vegna vatnsinnihalds makríls. Samkvæmt reglugerðinni sem kveður á um breytingu á 8. grein reglugerðar nr. 233 um stjórn makrílveiða skal draga frá 2% af afla hvers skips vegna vatnsinnihalds í makrík miðað við afla upp úr sjó og reiknast það magn ekki til aflaheimilda. Reglugerðin gildir við útreikning aflaheimilda í makríl 2011 og eftirleiðis.