Hoppa yfir valmynd
31. desember 2011 Forsætisráðuneytið

Áramótagreinar forsætisráðherra

Í tilefni áramótanna ritaði forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, greinar í Fréttablaðið og Morgunblaðið. Í þeim fer hún yfir stöðu mála á þessum tímamótum og þann árangur sem náðst hefur á Íslandi á árinu sem er að líða. Í greinum forsætisráðherra kemur fram að mikil umskipti hafa orðið í efnahagsmálum á árinu og fullt tilefni sé til þess að horfa með bjartsýni til framtíðar.

Í niðurlagi greinar sinnar í Fréttablaðinu segir forsætisráðherra:

„Á næstu misserum mun þó mestu skipta að einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisvaldið fylgi eftir þeim jákvæðu umskiptum sem orðin eru í íslensku efnahagslífi og sæki fram. Vegna árangurs undanfarinna ára eru nú góðar forsendur fyrir kröftugri atvinnu- og lífskjarasókn og í þeim efnum mun ríkisvaldið ekki láta sitt eftir liggja. Allt bendir því til að framundan séu bjartir tímar á Íslandi.“


Sjá áramótagreinar forsætisráðherra hér á vefnum:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta