Nýtt skipurit efnahags- og viðskiptaráðuneytis
Nýtt skipurit efnahags- og viðskiptaráðuneytis gildir frá 1. janúar 2012. Með nýju stjórnskipulagi verða fagskrifstofur ráðuneytisins tvær, en þær voru þrjár áður. Skrifstofurnar tvær eru efnahagsskrifstofa undir stjórn Björns Rúnars Guðmundssonar og skrifstofa viðskiptamála og fjármálamarkaðar undir stjórn Þóru Margrétar Hjaltested. Skrifstofa fjármála og rekstrar undir stjórn Helgu Óskarsdóttur sinnir innri þjónustu ráðuneytisins, þar með talið gæðastarfi og fjármálalegum tengslum við stofnanir þess. Kjartan Gunnarsson skrifstofustjóri starfar með ráðuneytisstjóra á skrifstofu yfirstjórnar að stefnumarkandi lykilverkefnum. Endurskoðað stjórnskipulag ráðuneytisins gerir ráð fyrir verkefnastjórnun. Stefnumarkandi viðfangsefni verða þannig að verulegu leyti unnin í verkefnahópum á grundvelli ítarlegra verklýsinga.